Hæfileikamiklir ungir tónlistarmenn á Skagaströnd

Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún voru haldnir í Hólaneskirkju þriðjudaginn 7. desember . Stigu þá á svið fjölmargir efnilegir tónlistarmenn framtíðarinnar. Ótrúlega margir ungir Skagstrendingar læra á hljóðfæri og vekur það mikla athygli hversu hæfileikaríkir þeir eru.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af hinum ungu tónlistarmönnum.