Hafísmoli á reki

Í morgun blasti við einn hafísmoli utan við höfnina á Skagaströnd. Miklar stillur og fallegt veður skapaði skemmtilega stemmingu í morgunsárið þegar Alda HU sigldi út úr höfninni.