Hafrún snýr aftur heim.

 

Á dögunum bættist nýtt skip við skipastól Skagstrendinga er Hafrún HU-12 kom til heimahafnar. Hafrún er í eigu Vík sf. en eigendur þess félags eru bræðurnir Sigurjón Guðbjartsson og Árni Guðbjartsson fyrir eiga þeir bátanna Ölduna og Bjart í Vík. Þeir bræður seldu Hafrúnu haustið 1999 frá Skagaströnd, en kaupa hana nú til baka. Hugmyndin er að gera skipið út til netaveiða hluta ársins.