Háskólanema vantar til starfa hjá BioPol

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf á Skagaströnd leitar eftir háskólanema til starfa sumarið 2010. 

Starfið felst í greiningu á svifþörungum úr sjó frá nokkrum stöðum úr Húnaflóa og tengist verkefni um kræklingarækt. Einnig mun viðkomandi taka þátt í frekari sýnatöku og úrvinnslu gagna. 

Verkefnið getur verið upphafið af frekara samstarfi og jafnvel tengst lokaverkefni nemanda. 

Áhugasamir hafi samband við Bjarna, verkefnisstjóra BioPol ehf., Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, sími 452 2977, gsm síminn er 861 0058 og netfangið er bjarni@biopol.is.