Heilsuátak kvenna á Skagaströnd

Kynningarfundurinn sem haldinn var í gær um heilsuátak fyrir konur á Skagaströnd tókst afskaplega vel. Um 40 konur mættu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, og eru allar áhugasamar um framhaldið. 

Nú er stefnt að því að koma á fjölbreyttri, og vonandi skemmtilegri, tíu vikna dagskrá. Markmiðið með er að byggja upp bæði líkama og sál. Boðið verður upp á  alhliða hreyfingu, svo sem jóga, pilates, þolfimi og dans. Einnig verður rætt um aðhald í mat fyrir þær sem vilja og svo er ætlunin að bjóða upp á fyrirlestra, matarkvöld og skemmtikvöld. 

Mikil og góð stemning myndaðist á fundinum og nú er stefnt að því að byrja þriðjudaginn 8. febrúar. 

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Sigríði Stefáns í síma: 820 2644.