Heimsendingar frá bókasafni

Vegna lokana á bókasafni munum við á meðan við getum bjóða upp á heimsendingar á bókum til íbúa á Skagaströnd frá og með 23. mars nk. 

Hægt er að panta bækur á hefðbundnum opnunartíma safnsins í síma 452 2708

  • mánudaga kl. 16-19
  • miðvikudaga kl. 15-17
  • fimmtudaga kl. 15-17

Einnig er hægt að panta bækur á netfanginu: bokasafn@skagastrond.is eða á facebook síðu bókasafnsins sem finna má hér.

Bækur verða keyrðar út mánudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld.

Búið verður að spritta allar bækur áður en þær eru afhentar og verða meðhöndlaðar með hönskum.

Engin bók fer aftur í útlán fyrr en viku eftir að henni er skilað inn.

Upplýsingar sem þarf að gefa upp við pantanir eru:

  • Nafn á bók
  • Kennitölu lánþega
  • Heimilisfang afhendingar

Sveitarstjóri