Heimsókn frá Ringerike /Hönefoss

Norræna félagið á Skagaströnd mun taka á móti hópi frá vinabæ Skagastrandar Ringerike í Noregi um næstu helgi. Hópurinn sem telur 28 manns, kemur föstudaginn 24. ágúst og verður í heimsókn fram á sunnudaginn 26. ágúst. Þau munu gista í Salthúsinu og ætla m.a. að skoða Spákonuhof, fara í Kálfshamarsvík og heimsækja Nes listamiðstöð. Áhugafólk um norrænt samstarf og/eða þeir sem vilja hitta fólkið og kynnast því eru beðnir að hafa samband við undirritaða.

Sigríður Stefánsdóttir,

formaður Norræna félagsins á Skagaströnd.

Sími: 774 1434