Heimsóknarvinir á vegum RKÍ deildarinnar á Skagaströnd.

 

Rauði kross Íslands hefur hafið átak undir yfirskriftinni “Heimsóknarvinir”. Verkefnið felur í sér að aldraðir einstaklingar og aðrir sem þurfa á þeirri þjónustu að halda fá heimsókn og félagsskap einu sinni í viku. Nú þegar hefur komið í ljós að þörf er fyrir þjónustu þessa. Mjög vel hefur gengið að fá sjálfboðaliða (heimsóknarvini) að þessu verkefni. RKÍ deildin á Skagaströnd er ein fyrsta deildin utan höfuðborgarsvæðins sem býður upp á þessa þjómustu. Umsjónarmaður verkefnins er Hrönn Árnadóttir.

 

Unglingastarf RKÍ er mjög líflegt um þessar mundir Guðjón Ebbi Guðjónsson hefur umsjón með því starfi. Hafa unglingarnir m.a. kynnt sér skyndihjálp, sjúkraflutninga auk starfsemi fleiri unglingadeilda.

 

Formaður RKÍ deildarinnar á Skagaströnd er Pétur Eggertsson.