Heita vatnið kemur

Heita vatnið kemur!

Þessa dagana er verið að ganga frá tengigrindum og uppsetningu mæla fyrir hitaveituna á Skagaströnd. Vatni verður hleypt á eftir nokkra daga og þá er mikilvægt að allir séu tilbúnir.

Aðgengi starfsmanna hitaveitunnar að inntaki þarf að vera óhindrað og gott samstarf við húseigendur því mikilvægt.

Til að veitan virki eðlilega þurfa nægjanlega mörg hús að vera tengd til að halda uppi rennsli í ákveðnum reinum eða hverfum. Í fyrstu má því búast við að hitastig vatns verði lægra en það verður þegar veitan kemst í fulla notkun. Í gjaldskrá er tekið tillit til hitastigs á vatni.

Ókeypis: Ekki þarf að greiða fyrir notkun heita vatnsins fram að áramótum!

Er húsið þitt tilbúið?

Til að haldauppiréttu hitastigi er mikilvægt að sem flestir tengist sem fyrst.

Þeir sem ekki hafa tök á því að taka strax inn vatn til húshitunar, eru hvattir til að taka inn kranavatn.

Áttu eftir að sækja um?

Þeir sem hafa ekki þegar sótt um tengingu geta gert það með eyðublöðum sem fást á heimasíðu RARIK og á skrifstofu Skagastrandar.

 

http://www.rarik.is/umrarik/eydublod

 

 

HITAVEITA Á SKAGASTRÖND

Tengiliðir:

ÁRSÆLL  DANÍELSSON RARIK

451 2472 | 892 6667

HAUKUR  ÁSGEIRSSON RARIK

528 9510 | 892 6666

 

 

Við þökkum Skagstrendingum ánægjulegt samstarf við undirbúninginn.