Heita vatnið kom til Skagastrandar

Wilhelm og Haukur opna inn á dælustöð
Wilhelm og Haukur opna inn á dælustöð

Hitaveituvatnið kom til Skagastrandar í gær miðvikudaginn 23. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn RARIK verið að hleypa á stofnpípuna milli Blönduóss og Skagastrandar. Um miðjan dag í gær náði heitavatnið svo til dælustöðvar á Skagaströnd og var látið renna í fráveitukerfið á meðan stofnlögnin er skoluð út. Næstu daga verður svo unnið að því að hita upp dreifikerfið, lofttæma það og skola út köldu vatni sem situr í því eftir útskolun í sumar. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús geti farið að tengjast í síðustu viku október.