Helgihald í Hólaneskirkju

Á föstudaginn langa kl. 14.00 verður Píslarsagan flutt af leshóp í Hólaneskirkju samkvæmt Jóhannesarguðspjalli, „Jóhannesarpassía“. Leshópurinn les einnig valda Passíusálma.

Íhugunartónlist er í höndum Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, Sóleyjar Sifjar Jónsdóttur og Vanessu.

Við gætum að sóttvörnum og skráningu - 30 manns mega vera í kirkjunni.

Streymt verður frá helgistundinni um kl. 18.00 á fésbókarsíðu Skagastrandarprestakalls, þar er hægt að nálgast slóðina.

Helgihald á páskadag fellur niður vegna hertra sóttvarnaraðgerða.