Hitaveitumál

<span "bookman="" old="" style","serif";’="">Sveitarstjórn Skagstrandar fjallaði um stöðu hitaveitumála á fundi sínum 12. september sl. Fyrir fundinum lá minnisblað sveitarstjóra um hitaveitumál. Í því kemur fram að um 63% húsnæðis á Skagaströnd var tengt hitaveitu í byrjun september og reiknað með að um 82% verði tengdir næsta vor. Einnig kemur fram að niðurgreiðslur á raforku til húshitunar féllu niður frá og með 1. september sl.

Þá var fjallað um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í ofnakaupum og hönnunarkostnaði sem giltu til 1. september sl samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar 19. maí 2014.

Þegar ákveðið var að setja sólarlagsákvæði 1. september taldi sveitarstjórn líklegt að flestar eignir sem á annað borð ætluðu að nýta sér hitaveituna myndu verða tengdar. Í ljós kom að sumarið nýttist fremur illa til pípulagna vegna sumarleyfa og álags á pípulagnamenn. .

Í ljósi þess að hitaveitutengingar hafa gengið hægar en upphaflega var áætlað af ýmsum ástæðum samþykkti sveitarstjórn að framlengja gildistíma reglna um kostnaðarþátttöku til 1. maí 2015 en samþykkti jafnframt að ekki verði um frekari framlengingar að ræða.

Reglur um kostnaðarþátttökuna má finna hér.