Hlaupanámskeið

 

 

Ef næg  þátttaka fæst ætlar hann Torfi H. Leifsson  hjá hlaup.is að koma og vera með hlaupanámskeið á Blönduósi sunnudaginn 9. Júní 2013.
Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og þeir  sem hafa tekið þátt verið mjög ánægðir. Áætlað er að byrja um kl 9:30 að morgni og enda um kl 18:30.
Námskeiðið er að mestu byggt upp á fyrirlestrum en verklegar æfingar verða í lok dags. Farið í ýmis praktísk atriði eins  og  útbúnað, mataræði, styrktaræfingar, teygjur og fleira. Hægt að lesa nánar um námskeiði á vefnum hlaup.is. Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og  þeim sem hafa verið að hlaupa en vilja fá ráðleggingar.
Skráning í síðasta lagi mánudaginn 3. júní  hjá Ásdísi Arinbjarnardóttur í  síma 6903243 eða  á facebook . Síðan heitir Nafnlausi skokkhópurinn.
Vonandi vilja sem flestir vera með svo við getum gert úr þessu skemmtilegan og fræðandi dag.