Höfðaskóla slitið

Höfðaskóla var slitið við hátíðlega athöfn í Fellsborg  27. maí.  Ásamt hefðbundinni ræðu skólastjóra kom fram stúlknakór Höfðaskóla, nemendur úr tónlistarskólanum, keppendur í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi og nemendur 10. bekkjar voru með kveðjuatriði.  

Allir nemendur skólans stigu á svið með sínum umsjónarkennara og tóku við vitnisburði vetrarins.  Hefð er fyrir því að veita nemendum með hæstu meðaleinkunn í 4. og 7. bekk viðurkenningar og voru það í þetta skiptið systkinin Páll og Guðrún Anna Halldórsbörn sem hlutu þær.  

Í 10. bekk eru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í íslensku, dönsku og stærðfræði ásamt hæstu meðaleinkunn vetrarins.  Lilja Bjarney Valdimarsdóttir fékk viðurkenningu í íslensku og Sonja Sif Ólafsdóttir fékk viðurkenningar fyrir dönsku, stærðfræði og hæstu meðaleinkunnina. 

Í vetur stunduðu 111 nemendur nám við skólann og voru 10 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk.   Eftir skólaslitin buðu foreldrar 10. bekkinga börnum sínum og kennurum þeirra upp á veitingar og var það skemmtileg nýbreytni sem við vonumst til að festist í sessi.