Höfðaskóli aftur kominn með heimasíðu

 

Loksins er heimasíða Höfðaskóla orðin virk á ný.  Enn er síðan þó í vinnslu og margt sem á eftir að koma þar inn á næstu dögum og vikum, s.s. bekkjarnámskrár.   Einnig er skólinn búinn að koma sér upp  myndasíðu sem hægt er að komast inn á með því að smella á tengilinn „myndir úr skólastarfinu“  sem er neðst í valstikunni til vinstri.  Er það ósk okkar við skólann að bæjarbúar hafi gagn og gaman af.

 

 

Slóðin á síðuna er sú sama:  http://hofdaskoli.skagastrond.is en einnig er tengill inn á hana hér að ofan.