Höfnin á Skagaströnd – myndir og spjall

Skagstrendingum og nærsveitamönnum boðið að skoða myndir af höfninni og sjálfum sér

 

Í húsnæði  Rannsóknaseturs HÍ í gamla kaupfélagshúsinu

kl. 12-18 laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. október 2012

 

Rannsóknasetur HÍ og sveitarfélagið Skagaströnd vinna nú saman að því að gera myndasafn sveitarfélagsins aðgengilegt almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins.  Ljósmyndasafnið telur nú um 13000 myndir sem allar tengjast Skagaströnd á einn eða annan hátt.

 

Hver er á myndinni? – klukkan 12-18

Á laugardag og sunnudag liggur frammi hluti af ljósmyndasafni Sveitarfélagsins Skagaströnd og er fólk beðið um að hjálpa til við að þekkja fólk og staði á myndunum.

 

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir Skagstrendinga og nærsveitamenn til að rifja upp gamlar minningar og gera gagn á sama tíma.

 

Óformleg dagskrá kl. 14. báða dagana

Höfnin á Skagaströnd – myndir og spjall

Klukkan tvö á laugardag og sunnudag sýnir Ólafur Bernódusson myndir úr fórum sveitarfélagsins af hafnarframkvæmdum og stiklar á stóru um sögu þeirra allt frá því fyrir aldamótin 1900 til dagsins í dag. 

 

Gestir eru beðnir um að taka þátt í frásögninni: leiðrétta, bæta við og segja frá því sem þeir vita. Öllum er boðið til leiks – sérstaklega þeir sem muna tímana tvenna.

 

Í húsnæði Rannsóknarsetursins er Bókasafn Halldórs Bjarnasonar en það hefur að geyma mikinn fróðleik um sögu og ættfræði.

 

Heitt verður á könnunni báða dagana og allir eru velkomnir.

 

Ókeypis rútuferð frá Blönduósi á kl. 13 – brottför frá Kvennaskólanum.

Rútan fer frá Skagaströnd kl. 15

 

 

Viðburðurinn er haldinn í samhengi við Sögulega safnahelgi á Norðurlandi vestra en þessa helgi taka nærri 30 söfn og setur á Norðurlandi vestra á móti gestum. Sjá nánar http://www.huggulegthaust.is/