Hraðatakmarkanir á Skagaströnd eru 35 km/klst.

Ákveðið hefur verið að takmarka hraða ökutækja á Skagaströnd við 35 km.

Í Lögbirtingablaðinu birtist svohljóðandi auglýsing þann 22. nóvember 2013:

Auglýsing um umferð - Skagaströnd

Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og fenginni tillögu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar, er með hliðsjón af 4. mgr. 37. gr. umferðarlaga, staðfest að hámarkshraði ökutækja innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins skuli framvegis vera 35 km/klst.

Auglýsing þessi tekur þegar gildi. Með auglýsingu þessri er numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga um umferð á Skagaströnd sem kunna að brjóta í bága við auglýsingu þessa.

Lögreglustjórinn á Blönduósi

20. nóvember 2013

Bjarni Stefánsson