Hrefna Jóhannesdóttir verður 100 ára

Hrefna Jóhannesdóttir
Hrefna Jóhannesdóttir

Hrefna Jóhannesdóttir verður 100 ára á morgun, laugardaginn 3. september 2011.

Hrefna er fædd á Skagaströnd 3. september 1911, dóttir Jóhannesar Pálssonar og Helgu Þorbergsdóttur sem lengst af bjuggu í Garði á Skagaströnd. Jóhannes og Helga eignuðust 16 börn og af þeim eru 3 á lífi.

Hrefna hefur dvalið allan sinn aldur á Skagaströnd. Hún er nú til heimilis á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd.

Hrefna  tekur á móti vinum og vandamönnum í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd kl. 14 - 16 á afmælisdaginn.