Hreinsunarátak á Skagaströnd

Við skorum á alla – einstaklinga og fyrirtæki að taka höndum saman með sveitarfélaginu að fara í hreinsunar- og fegrunarátak á bænum. Nú hreinsum við og þrífum í kringum heimili okkar og vinnustaði. 

Við getum auðveldlega gert bæinn okkar enn betri og fallegri. 

Sumarið er komið og við förum að slá garðana, stinga upp beðin, mála húsin og henda rusli og óþörfum hlutum.  

Dagana 2. til 5. júní aðstoðar sveitarfélagið við að fjarlægja rusl frá heimilum og vinnustöðum. 

Þeir sem vilja nýta sér þjónustuna geta hringt í starfsmenn áhaldahúss í síma 861 4267 eða 866 4582.