Hressilegt haustveður

Það hefur blásið hressilega síðasta sólarhringin en fyrsta alvörulægð haustsins gekk yfir. Meðalvindhraðinn á veðurstöðinni á Skagastrandarhöfn komist mest í 23 m/sek en í vindhviðum allt upp í 35 m/sek. Ýmsir lausir hlutir fóru af stað og hafa starfsmenn hreppsins haft í nógu að snúgast við að festa hluti og koma í veg fyrir tjón. Þó nokkuð tjón varð þegar hjólhýsi á tjaldstæðinu fauk í heilan hring og er það stórskemmt, ef ekki ónýtt á eftir. Hjólhýsinu var komið inn í hús til geymslu á meðan veðrið gengur yfir. Sett hefur verið inn línurit sem sýnir veðrið á 10 mínútna fresti í gær, 26. september og er hægt að nálgast það undir skýrslur á vefnum. Einnig er hægt að fylgjast með veðri á veðurstöðinni á Skagaströnd á netinu og er slóðin: http://skip.sigling.is/vedur_sjolag/srtNVL.html