Hring eftir hring í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Sýningin Hring eftir hring verður opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi kl. 14 mánudaginn 1. júní (annan í hvítasunnu) 

Þetta er samsýning þriggja listakvenna, Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur, Kristveigar Halldórsdóttur, og Rósu Helgadóttur. Verkin hafa verið unnið með beinni skírskotun til safngripa í Heimilisiðnaðarsafninu og Halldórustofu.

Einnig verður kynnt ný útgáfa á bókinni Vefnaður á íslenskum heimilum á 19. öld og fyrri hluta 20 aldar sem Halldóra Bjarnadóttir tók saman en Heimilisiðanaðarsafnið gefur nú út í endurbættri útgáfu.

Bókin verður til sölu í safninu á sérstöku kynningarverði til og með 17. júní.

Alexandra Chernyshova mun taka lagið.

Aðgangur er ókeypis á opnunina og allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og kleinur í boði safnsins.

Við hvetjum konur sem eiga íslenskan búning að klæða sig uppá og heimsækja safnið á opnunardaginn.

Heimilisiðnaðarsafnið verður opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10.00-17.00.