Hugrún og Jonni sigruðu í Drekktu betur

Hugrún Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson sigruðu í spurningakeppninni Drekktu betur sem haldin var síðasta föstudagskvöld í Kántrýbæ. Spyrill, dómari, alvaldur og höfundur spurninga var Jóhann Sigurjónsson.

Spurningarnar voru mjög góðar, tóku á ýmsum þáttum mannlegrar tilveru. Hins vegar voru sigurvegararnir aðeins með 15 rétt svör. Oftast eru þeir sem sigra með 20 til 23 spurningar réttar. Bendir þetta eindregið til þess að spurningarnar hafi verið þungar. Þó kvartaði enginn. Skýringin er án efa sú að Jóhann var afar mildur og góður stjórnandi. Hann fór oftar en ekki að kröfum salarins sem vildi fá að velja úr þremur eða fjórum svarmöguleikum. Og að sjómannasið leyfði Jóhann engum að komast upp með neinn derring og voru þátttakendur því bljúgir og blíðir sem fermingarbörn í kirkju.

Engu að síður var spurningakeppnin mjög skemmtileg. Talnaglöggir menn náðu í sameiningu að telja rétt tæplega 58 gesti. Ekki verður upplýst hver þessi tæpilegi var.

Á eftir spurningakeppninni tróð upp glæsilegur ástralskur listamaður sem dvelur hjá Nes listamiðstöð. Hún Di söng lög frá heimalandi sínu og víðar við geysilega góðar undirtektir áheyrenda.

Hér eru svo spurningar Jóhanns Sigurjónssonar í spurningakeppninni Drekktu betur föstudaginn 13. nóvember 2009.

 1. Hvaða hús var flutt frá kálfshamarsvík til skagastrandar 1938? Svar: Iðavellir.
 2. Hver er mest selda plata Michaels Jackson? Svar: Thriller
 3. Frá hvaða landi kemur Lapin Kulta bjórinn? Svar: Finnlandi
 4. Hvað af eftirtöldu lýsir ekki fyrirbæri á golfvelli? a) Flöt b) Glenna c) Glompa d) Kargi. Svar: b) Glenna
 5. Hvaða fiskur hefur verið kallaður Vestfirðingur? Svar: Steinbítur
 6. Hvað merkir orðtakið “að höggva máfinn”? a) Að drepa máf b) Að syngja falskt c) að kinka kolli d) að strokka skrykkjótt  Svar: c) að kinka kolli
 7. Hvað gerir Windows-tölva ef þú gefur henni skipunina CTRL+N? Svar: a)eyðir síðasta orði b)opnar nýtt skjal c)hættir við síðustu aðgerð d) velur allan textann  Svar: b) Opnar nýtt skjal
 8. Frægur lagatexti byrjar svona: „Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á ...“     svo komið þið með seinna erindið ...  og eftir hvern er textinn? Svar: „Sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá.“ Gylfi Ægisson
 9. Hvað er unnið úr báxíti? Svar:  Ál
 10. Til hvers eru holur á golfkúlu? Svar: Þær auka flughraðann
 11. Í hvaða hljómsveit var Björk áður en hún byrjaði í Sykurmolunum? Svar: Kukl
 12. Hvaða hljómsveit heiðraði minningu ljóðskáldsins Jónasar Árnasonar með vel seldri plötu og hvað heitir platan? Svar: Papar/Riggarobb
 13. Hvernig sjávardýr er Skollakoppur?  Svar: Ígulker
 14. Hvaða ár var myndin Börn náttúrunnar tilnefnd til óskarsverðlauna? Og hver var leikstjórinn?   Svar: 1991/ Friðrik Þór Friðriksson
 15. Hvaða dag og ár kom Arnar HU 1 nýsmíðaður frá Norgi í fyrsta skipti til Skagastrandar?  Svar: 22.des 1992
 16. Hvenær var útgerðafélag Höfðakaupstaðar stofnað og hverjir stofnuðu það?   Svar: 1947 Höfðahreppur, Kaupfélagið og nokkrir einstaklingar í bænum (50).
 17. Hvað heitir fyrsta lagið sem Íslendingar sendu í söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva og eftir hvern er það? Svar: Gleðibankinn, Magnús Eiríksson
 18. Hver er myndin, hún var frumsýnd 6.ágúst 2003.  Hún er með hinum vinsæla Johnny Depp og var mjög vinsæl hér á landi sem erlendis. Hver er myndin?  a) Charlie and the Chokolate factory  b) Neverland  c) Pirates of the Caribbean  d) Secret Window    Svar: c)Pirates
 19. Úr hverju er íslenska myntin þá er ég að spyrja um 1, 5 og 10 krónu peningana?   Svar:( 75%) Kopar og (25%) Nikkel
 20. Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt? Svar: Nei
 21. Hvað var Austurlandahraðlestin?  Svar: Austurlandahraðlestin          (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977.
 22. Nefnið að minnsta kosti þrjú önnur íslensk nöfn yfir botnfiskinn Skrápflúru?  Svar: Skrápkoli, brosma, Flúra, gedda, gelgja, skrápkola, stórkjafta, þjalakoli.
 23. Hvað eru mörg björgunarskip umhverfis landið eins og Húnabjörgin? Svar: 14 talsins
 24. Hversu margir litir eru í regnboga?   Svar: 7
 25. Hver þessara borga liggur vestast? A) Osló b)Berlín  c)Prag d)Róm      Svar: a) Osló
 26. Hvað eiga leikararnir Charlie Sheen og Emilio Estevez sameiginlegt?     Svar: Föður
 27. Nefnið eitt annað Íslenskt nafn yfir veiðarfærinu snurvoð og hvað er enska heitið á því? Svar: Dragnót, seine net.
 28. Hvert er hæsta fjall norðurlands?  Svar: Kerling 1536 m.
 29. Hvaða ár varð Tsjernobyl kjarnorkuslysið? Svar: 1986
 30. Hver var valin fremsta skíðakona landsins árið 2008? Svar: Dagný Linda Kristjánsdóttir.