Hugrún og Jonni stjórna Drekktu betur

Þau Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson verða hæstráðendur til sjós og lands í spurningakeppninni á föstudagskvöldið 1. apríl kl. 21:30. Skagstrendingar eru eindregið hvattir til að mæta og skemmta sér og öðrum enda er það aðalatriði. Spurningarnar verða ekki erfiðar heldur meira lagt upp úr því að gera sér glaðan dag og njóta félagsskaparins.

Þetta verður 36. skiptið sem spurningakeppnin er haldin hér á Skagaströnd en fyrsta skiptið var 25. september 2008. Alls hafa 48 manns stjórnað keppninni, þar af sumir oftar en einu sinni.

Fyrir viku mættu rúmlega þrjátíu manns í Kántrýbæ og tóku þátt í spurningakeppninni vinsælu. Sigurvegarar urðu þá Guðrún Pálsdóttir og Ólafur Bernódusson. 

Miðvikudaginn 20. apríl er gert ráð fyrir að haldin verði spurningakeppnin Drekktu betur og verður þá reynt að halda fyrirtækjakeppni og hugsanlega verða verðlaunin aðeins veglegri en endranær. Þetta verður þó auglýst síðar.