Hún hefur sagt mér ...

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.

Kanadíski listamaðurinn Jude Griebel teiknaði fyrra mynd á vegg gamla Hólanesshússins. Krýpur það maður fyrir framan fugl sem eflaust segir honum til syndanna sinna.