Húnabjörg sótti Hegranes SK til Eskifjarðar

 

 

Björgunarskipið Húnabjörg á Skagaströnd sótti togarann Hegranes til Eskifjarðar og dró hann til Sauðárkróks en vél togarans bilaði þegar hann var á veiðum út af Austfjörðum. Hegranes SK er ísfisktogari í eigu Fisk Seafood og hefur aðallega veitt fyrir fiskvinnsluna á Sauðárkróki.

Björgunarskipið Húnabjörg reyndist mjög vel í túrnum sem tók rúma tvo sólarhringa og er lengsti leiðangur þess hingað til. Komu skipin til hafnar á Sauðárkróki um kl 20 í gærkvöldi. Skipstjóri á Húnabjörgu var Guðmundur Henry Stefánsson.