Húnvetningur.is er upplýsingaveita um sameiningu sveitarfélaga

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna í Austur Húnavatnssýslu hefur opnað nýja vefsíðu með upplýsingum um verkefnið Húnvetningur. Markmið Húnvetnings er að kanna hvaða áhrif sameining sveitarfélaganna mun hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Á vefsíðunni eru ýmsar upplýsingar sem gagnast íbúum við að meta hvort æskilegt er að sveitarfélögin fjögur sameinist.
Starfshópar, sem í sátu starfsmenn og kjörnir fulltrúar í sveitarfélögunum, hafa tekið saman minnisblöð um einstaka málaflokka sem lýsa núverandi stöðu og mögulegum breytingum ef til sameiningar kemur.

Vefsíðan hunvetningur.is tekur við að eldri vefsíðu sameining.huni.is, en þar má finna eldri gögn.