Húnvetnskt hugvit

 

Það er gaman að segja frá því að Þróunarverkefni ð „Huglægur matslisti Gerd Strand“ sem skólafólk beggja Húnavatnssýslna þróaði hefur hlotið verðskuldaða athygli.  Þegar hafa verið haldin tvö námskeið sem veita þátttakendum réttindi til að nota matslistann. Einnig hafa fræðsluyfirvöld víðsvegar af landinu sýnt listanum áhuga og óskað eftir frekari kynningu. Listinn verður kynntur í Menntamálaráðuneytinu á næstunni og er það okkur sem höfum staðið að gerð listans mikill heiður og viðurkenning.

Fyrsta námskeiðið sem veitir réttindi til að nota listann var haldið í grunnskólanum á Dalvík fyrir 15 grunnskólakennara í Dalvíkur- og Fjallabyggð. Annað námskeiðið var haldið í Hafnarfirði í tengslum við skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og sóttu það 17  grunnskólakennarar. Við erum því harla ánægð með viðtökurnar.

 

Mynd:

1.Þátttakendur í Dalvíkur- og Fjallabyggð

2.Sigríður og Guðbjörg með kennurum úr Hafnarfirði að loknu réttindatökunámskeiði