Húsaleigubætur - endurnýjun umsóknar -

Tilkynning frá sveitarstjóra

 

 Sveitarfélagið Skagaströnd vill vekja athygli á því að sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár.

  Umsóknir vegna húsaleigubóta 2013 skulu hafa borist eigi síðar en 15. mars 2013

 

 

   Umsókn þarf að fylgja:

 

  • Útfyllt umsóknareyðublað
  • Launaseðlar þeirra sem í íbúðinni búa fyrir þrjá síðustu mánuði
  • Staðfesting skóla um nám ungmenna 20 ára og eldri
  • Skattframtal síðasta árs staðfest af skattstjóra (skattframtali skal skila inn um leið og það liggur fyrir)

 

  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins

eða á vefslóðinni:

http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-eydublod/Eydublad_Husaleigubaetur.pdf

 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Sveitarfélags Skagastandar

S: 455 2700