Húsaleigubætur – námsmenn

Sveitarfélagið Skagaströnd vekur athygli á að námsmenn þurfa að sækja um húsaleigubætur vegna leiguhúsnæðis á námstíma. Umsóknir vegna húsaleigubóta skulu hafa borist eigi síðar en 15 dögum fyrir mánaðarmót fyrsta mánaðar sem bæturnar ná til.

 

Umsókn þarf að fylgja:

           Útfyllt umsóknareyðublað

           Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k 6 mánaða

           Launaseðlar þeirra sem í íbúðinni búa fyrir þrjá síðustu mánuði

           Staðfesting skóla um nám

           Staðfest skattframtal

 

Húsaleigubætur greiðast mánaðarlega fyrir síðastliðin mánuð.

 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og þær má einnig finna á vefnum www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/

og þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir húsaleigubætur.

 

 

Sveitarstjóri