Húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára námsmanna .

  Foreldrar eða forsjáraðilar námsmanna yngri en 18 ára, sem leigja húsnæði vegna náms fjarri lögheimili, eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi vegna barna sinna samkvæmt reglum um sérstakar húsnæðisbætur sem sveitarstjórn hefur samþykkt.

Sækja þarf um á skrifstofu Sveitarfélagsins  fyrir 20. sept. 2018


Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna nemenda skal vera óháðurtekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 50% af leigufjárhæð. Húsnæðisstuðningur vegna nemenda getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 45.000 kr./mánuði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.

Reglurnar í heild má finna á heimasíðunni undir "Samþykktir"