Húsvörð vantar í Fellsborg

Starf húsvarðar félagsheimilisins Fellsborgar er laust til umsóknar. 

Um er að ræða umsjón með félagsheimilinu og miðast daglegur starfstími við þau umsvif sem eru í húsinu á hverjum tíma. 

Hæfniskröfur:

  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af hliðstæðum störfum og handlagni er kostur

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2009 og skal umsóknum skilað á skrifstofu sveitarfélagsins Skagastrandar.

Skagaströnd, 11. ágúst 2009.

Sveitarstjóri