Hvað ertu með í geymslunni hjá þér?

“Við erum að vonast til Húnvetningar og Skagfirðingar sæki um að vera með á flóamarkaði í Djásnum og dúlleríi á fimmtudaginn - þá verður þetta ennþá fjölbreyttara og skemmtilegra.” 

Þetta segja sætu skvísurnar sem standa að Djásnum og dúlleríi á Skagaströnd. Og þær segja að enn séu nokkur borðpláss eftir.

Í bláeygu sakleysi sínu spyrja: „Er ekki trúlegt að einhver annar gæti einmitt notað dótið sem tekur bara pláss í geymslunni hjá þér?“

Flóamarkaðurinn verður opinn frá 14 - 18  fimmtudaginn 2. júní. 

Hægt að panta pláss í síma: 862 6997.