Hvað viltu selja úr geymslunni?

Á Kántrýdögum verður opinn götumarkaður á Bogabrautinni (Strikinu) frá kl. 11-14 á laugardeginum. 

Á götumarkaði er hægt að versla með hvað sem er. Stórt, smátt, notað, nýtt, gamalt og gott. 

Við sjáum fyrir okkur að það verði hægt selja gömul húsgögn, notuð föt, bækur, skrautmuni, hjól, leikföng, lampa ... Hvað átt þú í geymslunni þinni??

Gatan er löng og breið - það er nóg pláss fyrir alla sem vilja vera með í að skapa skemmtilega kolaports-stemningu á Kántrýdögum.  

Það kostar ekkert að vera með, þú skaffar sjálf/sjálfur borð og stól og finnur þér bara góðan stað. Þarft ekkert að hafa samband við einn eða neinn, bara að mæta.

Tónlistarfólk og annað listafólk er líka hjartanlega velkomið og hvatt til að vera með.

Athugið, auglýstur tími götumarkaðsins er 11-14 en við hvetjum þá sem vilja að vera lengur fram eftir degi.  

Götumarkaðsnefndin.