Hver á málverk eftir Sveinbjörn Blöndal?

Fyrirhugað er að halda í sumar yfirlitssýningu á verkum Sveinbjörns H. Blöndals, listmálara. Sveitarfélagið Skagaströnd stendur fyrir sýningunni í samstarfi við fjölskyldu Sveinbjörns og með styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra.

Samið hefur verið við Lárus Ægir Guðmundsson að hann annist samantekt á listaverkunum og framkvæmd sýningarinnar. Til að gera hana sem besta hefur verið ákveðið að leita eftir málverkum að láni.

Þeir sem vilja lána verk eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Lárus Ægi sem allra fyrst í síma 864 7444  eða í netfang lalligud@simnet.is.

Tími og staðsetning sýningarinnar verður auglýstur síðar.