Hverjir eru á myndunum?

Í ljósmyndasafni Skagastrandar er þessa mynd að finna, þrír strákar standa undir húsvegg. Sá sem er lengst til vinstri er Hallbjörn Björnsson, sá í miðjunni gæti verið Birgir Júlíusson en sá lengst til hægri er óþekktur.

Þá er hér gömul mynd úr safni Ewald Hemmerts, líklega tekin um 1920. Á henni eru tvö börn sem ekki er vitað hver eru Fyrir aftan þau til vinstri er assistanstofan, og pakkhúsið og verslunarhúsið, tvö síðarnefndu eru samtengd.

Í síðustu viku birtist hér mynd af tveimur strákum á hjólum. Ljóst er nú hverjir þeir eru. Vinstra megin er Þorvaldur Skaftason og hægra megin er Ingþór Þorfinnsson. Myndin er líklega tekin um 1960.

í síðustu viku var einnig birt mynd af körlum við flökun í Hólanesi. Nú er ljóst hverjir þrír þeirra eru. Sá fremsti er Bertel Björnsson, ekki er vitað hver sá næsti er, en þá kemur Þorvaldur Skaftasson og loks Björn Guðmundsson. 

Hjalti Viðar Reynisson hjá Ljósmyndasafni Skagastrandar hvetur nú þá sem vilja leggja eitthvað til málana að hafa samband í síma 4552700 en hann er við fyrir hádegi alla virka daga.