Íbúafundur um aðalskipulag Skagaströnd

Fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl 20.00 verður haldinn opinn íbúafundur í Bjarmanesi vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skagastrandar

Á fundinum munu ráðgjafar frá Landmótun kynna verkefnislýsingu skipulagsvinnunnar og fara yfir helstu áherslumál og næstu skref. Eftir kynningu verða almennar umræður og leitað til íbúa um ýmis atriði varðandi framtíðarþróun sveitarfélagsins.

Allir sem eru áhugasamir um skipulag og framtíðarsýn sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta.

Sveitarstjóri

 

Sveitarstjóri