ÍBÚAFUNDUR um framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi.

 

Vegna fyrirliggjandi tillagna um niðurskurð fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 hafa sveitarfélögin í Austur-Húnvatnssýslu í samvinnu við Stéttarfélagið Samstöðu, ákveðið að halda íbúafund um framtíð Heilbrigðisstofnuarinnar, þriðjudaginn 12. október  n.k. kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi.

 

Kröfuganga verður farin frá Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi að

Félagsheimilinu á Blönduósi. Lagt verður af stað frá Heilbrigðisstofnuninni kl. 16:45.

 

Á fundinn verður heilbrigðisráðherra boðaður ásamt öðrum þingmönnum kjördæmisins.

 

Framsögu á fundinum halda m.a. fulltrúi sveitarfélaganna, Samstöðu, starfsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar og fleiri.

 

 

Sýnum samstöðu og fjölmennum á fundinn.