Íbúar á Skagaströnd flykkjast í nám!

Nú er starfsemi Námsstofunnar komin í fullan gang. Búið er að bæta við tveim tölvum og útbúa aðstöðu fyrir minni hópa, þar sem þeir geta unnið saman að verkefnum. Einnig er möguleiki á því að nýta húsnæðið til margskonar námskeiðshalda. Viðtökur bæjarbúa hafa verið mjög jákvæðar eins og sjá má af því að átjan einstaklingar hafa nú þegar gert samning um nýtingu á þeirri aðstöðu sem er á Námsstofu. Áhugi á endurmenntun er því auðsjáanlega mikill meðal íbúa á Skagaströnd.