Íbúar fagna, Suðurvegurinn malbikaður

Íbúar við Suðurveg eru afar kátir þessa dagana enda er vaskur malbikunarflokkur að störfum í götunni. Ryk, sandur og möl heyrir nú til tíðinda á öllu svæðinu sem oft er nefnd Mýrin.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag við „teppalagninguna“ og má sjá hversu gríðarleg viðbrigðin eru.

Svart malbikið leggst slétt og fellt um götuna, hvergi sést nokkur arða. Íbúarnir halda sig innan dyra þangað til verkinu er lokið. Má ekki búast við að haldið verði upp á umskiptin með hressilegu götupartíi?