Ís á Húnaflóa

Tignarlegur jaki
Tignarlegur jaki
Nokkrir borgarísjakar eru á Húnaflóa. Þegar björgunarsveitarmenn á Skagaströnd fóru til að taka á móti nýju björgunarskipi heilsuðu þeir upp á einn jakann. Hann var ekki mjög stór en hafði skemmtilega lögun. Áhöfn björgunarskipsins sagði talsvert af jökum á siglingaleið austan við Horn en urðu ekki varir við samfelldan ís eða spangir.