Íslenska-málstofa 9. október 2006

Þann 9. okt. s.l. var haldin á vegum Fræðsluskrifstofunnar málstofa um íslenskukennslu fyrir kennara grunnskólanna í Húnavatnssýslum. Farið var yfir nýjustu áherslur, aðferðir, námsefni  og verkefni tengt kennslu greinarinnar. Málstofan byggðist á fyrirlestrum, verkefnaskiptum og umræðum um mismunandi leiðir í kennslu námsefnisins. Umsjónarmaður  málstofunnar var Gunnþóra Önundardóttir, kennari. Málstofan var haldin í Húnavallaskóla.