Ívan Árni sigraði í framsagnakeppni grunnskóla í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin á Laugabakka 26. mars. 

Þau Heba Líf Jónsdóttir, Sigurlaug Máney Hafliðadóttir og Ívan Árni Róbertsson kepptu fyrir hönd Höfðaskóla og stóðu sig öll glæsilega. 

Keppendur auk þeirra voru frá grunnskólunum á Blönduósi, Húnavöllum og Laugabakka/Hvammstanga. 

Ívan Árni sigraði í keppninni. Í 2. sæti varð Rakel Ósk Ólafsdóttir frá Grunnskóla Húnaþings vestra og í 3. sæti varð Atli Einarsson frá Grunnskólanum Blönduósi.