Janus í Kántrýbæ

Félagarnir í hljómsveitinni Janus frá Skagaströnd ætla nú sem fyrr að koma saman í Kántrýbæ á Skagaströnd, föstudaginn 21.mars næstkomandi og taka nokkur létt lög.
Það mun vera hefð fyrir þessari samkomu þeirra félaga,en fyrir 20 árum þá spiluðu þeir saman á dansleikjum norðanlands við ágætan orðstír.
Forsprakki hljómsveitarinn mun vera aðeins þekktari sem gítarleikari Sálarinn hans Jóns míns sem er líka ágæt hljómsveit,en hann heitir Guðmundur Jónsson.
Það munu allir húnvetningar vera velkomnir og einnig Strandamenn,svo er ekki útilokað að Skagfirðingar séu velkomnir líka.