Jóhann í Drekktu betur og áströlsk söngkona

Jóhann Sigurjónsson, skipstjóri og gleðigjafi verður spyrill í skemmtilegu spurningakeppninni. Þetta er í tuttugasta skiptið sem spurningakeppnin er haldin og sem fyrr er hún á föstudagskvöldið 13. nóvember kl. 21:30

Ekki er að efa að Jóhann mun spyrja ágengra og áhugaverðra spurning, jafnvel um útgerð og sjómennsku en áreiðanlega líka um tónlist.
 
Á eftir syngur hin stórfræga ástralska country/western stjarna Fleur Ball lagið sitt eina og kannski fleiri. Listamaðurinn dvelur hjá Nes listamiðstöð.
 
Á ensku er kynningin hennar þessi:
Nes artist residency presents Fleur Ball - the Country and Western superstar from Australia.

Fleur will expertly sing her one hit song and attempt a few others from her. It’s easy to play country and western songbook.

Kantry Bær, Skagastrond, Island, Friday 13th November,11.00pm (or when the pub quiz finishes).