Jólakveðja frá Sveitarfélaginu Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar íbúum, velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samstarfið og samstöðuna á árinu sem er að líða og vonum að jólin færi ykkur frið, hlýju og gleði í góðra vina og fjölskyldu hópi.

Megi nýtt ár bera með sér bjartsýni, framfarir og áframhaldandi uppbyggingu í okkar góða samfélagi.

Með bestu jóla- og nýárskveðjum,
Sveitarfélagið Skagaströnd