Jólalög og stemning í Djásn og dúllerí

Jón Ólafur og Hugrún Sif munu spila nokkur jólalög kl.17.00 í Djásnum og

dúlleríi í dag Þorláksmessu.     

 

Komið og njótið þess að heyra þau flytja lifandi tónlist í skemmtilegu umhverfi.

 

Fallegar málaðar myndir og ljósmyndir úr nánasta umhverfi Skagastrandar eru meðal þess sem er til sölu í Djásnum og dúlleríi.

 

Fallegt handverk, hekklað, prjónað, útskorið, er meðal ákaflega fjölbreytts úrvals sem er til sölu.

 

Kaffi og piparkökur í boði hússins.