Jólastemming í Kaffi Viðvík

Í tilefni aðventunnar verður Kaffi Viðvík með jólabakkelsi og tilheyrandi jólaskap. Í kjallaranum verður handverksfólk með jólahús og á efri hæðinni verður sölusýning á málverkum Jóns Ívarssonar. Opnunartími: sunnudaginn 28. nóv. kl. 14-22 þriðjudaginn 30. nóv. kl. 20-22 fimmtudaginn 2. des. kl. 20-22 Aðrir opnunartímar verða auglýstir síðar.