Jólasveinalestur

 Jólasveinalestur er skemmtilegt verkefni fyrir börn í 1.-7. bekk en markmið þess er að stuðla að yndislestri í jólafríinu ásamt því að hafa áhrif á lestrarmenningu almennt.

Jólasveinalestur er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Félags fagfólks á skólasöfnum, Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Heimilis og skóla og KrakkaRÚV.

Bókasafn Skagastrandar hefur ákveðið að vera með lítið hliðarverkefni þessu tengdu og hvetur börn og ungmenni til að taka þátt í verkefninu. Hliðarverkefni Bókasafnsins felst einfaldlega í því að þú sendir einnig póst á bokasafn@skagastrond.is og þá ertu komin í tvo lukkupotta, senda þarf póstinn fyrir 15. janúar 2019. Dregið verður úr innsendum jólasveinaspjöldum og fá 5 heppnir þátttakendur bókavinninga.

 

Allar upplýsingar um jólasveinalestur má finna á slóðinni: www.krakkaruv.is/sogur/lestu

Allar nánari upplýsingar má einnig fá á bókasafninu og þar er einnig hægt að fá þátttökuseðla.

Með bestu kveðju

Guðlaug á bókasafninu