Jólatónleikar

 

Dagana 2.-4. desember n.k. taka Vestur og Austur Húnvetningar höndum saman og halda jólatónleika á Skagaströnd, Blönduósi og Laugabakka. Það er ekki svo oft sem sýslurnar vinna saman að viðburðum sem þessum en óhætt að segja að samstarfið hefur gengið vel og von á skemmtilegum og flottum tónleikum. Hljómsveitina skipa V-Húnvetningar en söngvarar koma frá Skagaströnd, Blönduósi og Húnaþingi vestra. Tónleikarnir verða í Fellsborg föstudagskvöldið 2. desember kl.21:00, í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardagskvöldið 3. desember kl.21:00 og í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugabakka sunnudaginn 4. desember kl.13:30 og 17:00. Miðaverð er 2500 kr. en 12 ára og yngri greiða 1000 kr. Sýnum samstöðu og kærleik.