Jólatónleikar Siggu Beinteins

Þriðjudagskvöldið 18. desember n.k. kl. 20:00 verður Sigga Beinteins með jólatónleika í Hólaneskirkju.

Þar flytur hún að stórum hluta dagskrána sem hún var með á tónleikum í Háskólabíó fyrir nokkrum dögum.

Með henni í för verða Friðrik Karlsson gítarleikari og Grétar Örvarsson hljómborðsleikari.

Þetta verður ljúf og notaleg skemmtun hjá glæsilegri söngkonu. Njótum aðventunar á góðu kvöldi.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli